Markmið

Í hæfniviðmiðum samfélagsgreina í aðalnámskrá er lögð áhersla á að við lok unglingastigs grunnskóla eigi nemendur að geta útskýrt ólíkar hugmyndir um framkvæmd og gerð lýðræðis, útskýrt hlutverk helstu stofnana samfélagsins og uppbyggingu stjórnkerfisins og greint hvernig stjórnmál tengjast lífi einstaklinga. Nemendur eigi að kunna skil á réttindum, skyldum og gildismati og geta rökrætt stöðu sína sem þátttakendur í samfélaginu.

Markmið Skólaþings

  • Að nemendur fái innsýn í dagleg störf þingmanna
  • Að nemendur geri sér grein fyrir því hvernig lög verða til
  • Að veita innsýn í framkvæmd og ferli lagafrumvarps
  • Að vekja áhuga og dýpri skilning nemenda á störfum þingmanna og starfsemi Alþingis
  • Að efla skilning og þekkingu nemenda á stjórnskipulagi, störfum Alþingis og lýðræðislegum vinnubrögðum