Um Skólaþing

 

Á Skólaþingi gefst nemendum tækifæri til að setja sig í spor þingmanna og fylgja reglum um starfshætti Alþingis. Skólaþing er hugsað fyrir 10. bekk grunnskóla en gæti þó hentað fleiri skólastigum, til dæmis nemendum í framhaldsskólum.

 

Nemendurnir fá tækifæri til að setja sig í spor þingmanna með því að leiða fyrir fram ákveðin málefni sem fyrir þá eru lögð til lykta á þingflokksfundum, nefndarfundum og þingfundum. Jafnframt hlusta þeir á og meta rök sérfræðinga sem kallaðir eru til til að veita þingmönnum ráðgjöf. Þannig er ætlunin að veita innsýn í sambandið milli atburða í samfélaginu, skoðanamyndunar, pólitískra ákvarðana og starfa Alþingis og sýna áhrif almennings, sérfræðinga, fjölmiðla og hagsmunaaðila á löggjafarstarfið. Nemendur eiga að komast að lýðræðislegri niðurstöðu með því að hlusta á og meta rök og álit annarra og skiptast á skoðunum.

Panta þarf tíma í Skólaþing fyrir fram en heimsóknin er viðkomandi skóla að kostnaðarlausu.

Hægt er að bóka heimsókn á bókunarsíðu Skólaþings.

Hver heimsókn í Skólaþing tekur um tvær og hálfa klukkustund með stuttu hléi.

Til að hægt sé „setja þing” verða að vera minnst 12 þátttakendur og í mesta lagi 32.

Nánari upplýsingar má fá með því að senda tölvupóst.

Skólaþing er til húsa í Austurstræti 8–10. Inngangur er frá Austurvelli.


Læsanlegir skápar fyrir föt, töskur og síma eru á staðnum. Starfsmaður Alþingis tekur á móti nemendum og leiðir þá í gegnum leikinn en nemendurnir eru í hlutverki þingmanna. Hlutverk kennarans er að vera starfsmanninum til aðstoðar. Nemendur fá létta hressingu í hléi (ávexti og safa).

Húsnæði Skólaþings

Húsnæði Skólaþings