Um Skólaþing

Á Skólaþingi fara nemendur efstu bekkja grunnskóla í hlutverkaleik og fylgja í stórum dráttum reglum um starfshætti Alþingis. 

Nemendurnir fá tækifæri til að setja sig í spor þingmanna með því að leiða fyrir fram ákveðin málefni sem fyrir þá eru lögð til lykta á þingflokksfundum, nefndarfundum og þingfundum. Jafnframt hlusta þeir á og meta rök sérfræðinga sem kallaðir eru til til að veita þingmönnum ráðgjöf. Þannig er ætlunin að veita innsýn í sambandið milli atburða í samfélaginu, skoðanamyndunar, pólitískra ákvarðana og starfa Alþingis og sýna áhrif almennings, sérfræðinga, fjölmiðla og hagsmunaaðila á löggjafarstarfið. Nemendur eiga að komast að lýðræðislegri niðurstöðu með því að hlusta á og meta rök og álit annarra og skiptast á skoðunum.

Hver heimsókn í Skólaþing tekur um tvær og hálfa klukkustund með stuttu hléi.

Skólaþingið er kennsluver Alþingis fyrir 8.–10. bekki grunnskólans. Með Skólaþingi er leitast við að efla skilning og þekkingu nemenda á stjórnskipulagi okkar, störfum Alþingis og lýðræðislegum vinnubrögðum. 

Til að hægt sé að leika leikinn verða minnst 12 nemendur að taka þátt og í mesta lagi 32. Heimsókn í Skólaþingið er skólum að kostnaðarlausu.

Húsnæði Skólaþings

Húsnæði Skólaþings