Framvinda leiksins

Á skólaþingi er farið á þingflokksfundi, þingfundi og nefndarfundi en frumvörpin eru rædd á öllum fundunum.


Fundir Verkefni fundar
Þingflokksfundur
 
Á fyrsta þingflokksfundi er rætt um þrjú ný þingmál sem eru til meðferðar á Skólaþingi.  
ÞingfundurÁ fyrsta þingfundi er mælt fyrir málunum þremur (1. umræða). Síðan er þeim vísað til 2. umræðu og nefndar. 
NefndarfundurÁ nefndarfundi eru málin rædd, leitað álits hjá sérfræðingum og hagsmunaaðilum og ákveðið hvort nauðsynlegt sé að gera breytingar á málunum. Nefndirnar skila nefndarálitum.
ÞingflokksfundurÁ öðrum þingflokksfundi kynna nefndarmenn niðurstöður nefndanna fyrir samflokksmönnum. 
HléHléið er hægt að nota til að reyna að ná samkomulagi við aðra þingmenn/flokka. Boðið er upp á veitingar. 
ÞingfundurÁ öðrum þingfundi er mælt fyrir nefndarálitum og breytingartillögum (2. umræða). Málin og breytingartillögur eru borin undir atkvæði og vísað til 3. umræðu.
ÞingflokksfundurÁ þriðja þingflokksfundi berast óvænt tíðindi. Þingmenn hafa tækifæri til að endurskoða afstöðu sína. 
Þingfundur Á þriðja þingfundi fer fram umræða og atkvæðagreiðsla um málin (3. umræða). Við eitt málanna er flutt breytingartillaga og/eða tillaga til rökstuddrar dagskrár. Greidd eru atkvæði um tillögurnar og um málin í heild og þau afgreidd sem lög frá Skólaþingi eða felld.