Bóka heimsókn
Panta þarf tíma í Skólaþing fyrir fram en heimsóknin er viðkomandi skóla að kostnaðarlausu.
Allajafna er hægt að bóka heimsókn á bókunarsíðu Skólaþings. Sem stendur er það þó ekki mögulegt, því Skólaþing er lokað vegna flutninga. Nýtt og endurbætt Skólaþing verður opnað í kjallara Skúlahúss við Kirkjustræti 4 á fyrri hluta árs 2025.
Hver heimsókn í Skólaþing tekur um tvær og hálfa klukkustund með stuttu hléi.
Til að hægt sé „setja þing” verða að vera minnst 12 þátttakendur og í mesta lagi 32.
Nánari upplýsingar má fá með því að senda tölvupóst.