Viltu vita meira?

Eftir heimsókn í Skólaþing getur verið skemmtilegt að nota tímann til að læra enn meira um Alþingi, ríkisstjórnina og þingflokkana. Á vefnum www.althingi.is er að finna fullt af upplýsingum um þetta, en það getur líka verið fróðlegt að fara á aðra vefi. Tekin hafa verið saman nokkur vefföng hér fyrir neðan.

Á vef Alþingis er að finna lagasafn, þingmál og ræður, upplýsingar um þingmenn, um sögu Alþingis, hlutverk þess og starfshætti.

Þegar þingfundur stendur kemur dagskrá hans á forsíðu vefsins. Á forsíðunni birtast líka ný þingskjöl og ný lög. Sé tengillinn þingmál valinn á forsíðu er boðið upp á að leita að þingmálum frá fyrri þingum.

Hægt er að skoða feril hvers þingmáls í þinginu, sjá allar ræður í málinu, nefndarálit og breytingartillögur, allar atkvæðagreiðslur og afgreiðslu mála.

Þegar frumvarp til laga er lagt fram eru aftast í skjalinu athugasemdir/greinargerð þar sem tilgangurinn með frumvarpinu er skýrður. 

Ungliðahreyfingar stjórnmálaflokka

Stjórnmálaflokkar sem eiga fulltrúa á Alþingi

Ýmsir áhugaverðir tenglar

Alþjóðlegi lýðræðisdagurinn (International Day of Democracy) 15. september. Alþjóðaþingmannasambandið (IPU) leggur áherslu á mikilvægi þess að standa vörð um merkingu og gildi lýðræðis og hvetur til orðræðu milli þingmanna og almennings, ekki síst unga fólksins.