Almennar upplýsingar

Skólaþingið er til húsa í Austurstræti 8-10. Skólaþingið er opið alla virka daga. Panta þarf heimsókn fyrir fram. Hver heimsókn í Skólaþing tekur um tvær og hálfa klukkustund með stuttu hléi. 

Skólaþingið er kennsluver Alþingis þar sem tækifæri gefst til að setja sig í spor þingmanna. Panta þarf heimsókn fyrir fram. Skólaþingið er til húsa í Austurstræti 8-10. Inngangur er frá Austurvelli. 

Kort Austurvöllur og Skólaþing við Austurstræti

Læsanlegir skápar fyrir föt og töskur eru á staðnum. Starfsmaður Alþingis tekur á móti nemendum og leiðir þá í gegnum leikinn en nemendurnir eru í hlutverki þingmanna. Hlutverk kennarans er að vera starfsmanninum til aðstoðar.

Með Skólaþinginu er komið til móts við áhuga skóla á því að koma með nemendur í vettvangsferðir á Alþingi. Skólaþinginu er þannig ætlað að auka fjölbreytni í fræðslu um Alþingi. Hefðbundnar skoðunarferðir um Alþingishúsið verða áfram í boði.

Krakkarnir fá létta hressingu á meðan heimsókn stendur.

Margmiðlun og tölvutækni verður beitt við miðlun upplýsinga.

Hver heimsókn í Skólaþing tekur um tvær og hálfa klukkustund með stuttu hléi.

Skólaþingið er opið alla virka daga.